Visit Reykjanesbær

Hvar viltu gista?

Langar þig að gista á fimm stjörnu hóteli eða er gistiheimili akkúrat málið?

Það eru fjölbreyttir gistimöguleikar í Reykjanesbæ og allir ættu að finna sér næturstað sem hæfir tilefninu.

Reykjanesbær er steinsnar frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og því stutt út í heim. Því ekki að sofa lengur og sleppa við traffíkina á Reykjanesbrautinni með því að gista í hinum alþjóðlega smábæ.

Ef þú vilt breyta helgarrúntinum í helgarferð er Reykjanesbær eitthvað fyrir þig. Verslaðu, skoðaðu, slakaðu, borðaðu og gistu svo.

Ætlar þú að ferðast um Ísland á eigin vegum?

Það er óhætt að segja að úrval bílaleigubíla sé mest í Reykjanesbæ sem þjónar öllum þeim fjölda gesta sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Vantar þig bíl eða húsbíl eða bíl með topptjaldi sem þolir íslenska veðráttu vel?

Við erum ekki með traktora.