Matur & Drykkur
Matarmenningin í Reykjanesbæ hefur verið alþjóðleg í gegnum tíðina en þar var fyrsti hamborgarinn steiktur og þar fundu menn upp kokteilsósuna – að sjálfsögðu undir áhrifum frá amerískri varnarstöð á Keflavíkurflugvelli.
Reykjanesbær er fjölþjóðlegt samfélag sem birtist í fjölda veitingastaða og fjölbreytni þeirra. Þar má finna matargerð ólíkra þjóða þar á meðal pólskri enda Pólverjar um 20% íbúa. Ef þú hefur ekki prófað pólskar soðkökur þá er kominn tími til.
Ef þú ert fyrir skyndibita þá er úrvalið mikið og lúgusjoppur hvergi fleiri, enn ein arfleið ameríska hersins, og við tökum skyndibitann okkar alvarlega. Ef þú vilt ganga lengra getur þú borðað á gömlu varnarstöðinni á hinum fornfræga Viking þar sem Bob Hope tróð eitt sinn upp. Staðurinn er íslenskur í dag en vertinn vann á vellinum.
Kíktu á úrvalið hér fyrir neðan. Þú finnur örugglega eitthvað fyrir þig, hvort sem það er skyndibiti, bakarí, drykkur, topp veitingastaðir eða kaffihús, nú eða bara kampavínsbar!