Visit Reykjanesbær

Heilsueflandi samfélag

Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag þar sem áhersla er lögð á að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum.

Í Heilsueflandi samfélagi er heilsa og líðan allra íbúa í fyrirrúmi í allri stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Þeir þættir sem hafa áhrif á heilbrigði okkar og vellíðan eru hafðir að leiðarljósi en þannig sköpum við ákjósanlegar aðstæður í lífi, leik og starfi fyrir fólk á öllum æviskeiðum.

Holla valið þarf að vera eins auðvelt og kostur er fyrir bæjarbúa þannig að þeir geti hreyft sig, borðað hollt, ræktað geðið og ástundað grænan lífsstíl.

Öll skólastig í Reykjanesbæ taka þátt í þessu græna verkefni.
Þar er lögð áhersla á að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.

Fáðu frekari upplýsingar um okkur

Samgöngur

Styttur bæjarins

Ljósanótt

Fólkið og sagan