Visit Reykjanesbær

Samgöngur

Það tekur 40 mínútur að aka frá miðbæ Reykjavíkur til Reykjanesbæjar á tvíbreiðri Reykjanesbrautinni sem er upplýst og ávallt greiðfær.

Strætó leið 55 ekur ekur reglulega til og frá höfuðborgarsvæðinu með viðkomu í Firðinum, Hafnarfirði. 

Þá eru reglulegar ferðir strætó á milli bæjarfélaganna Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Grindavíkur.

Frá Reykjanesbæ eru aðeins fimm mínútur út í heim í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt geta komið til okkar í gegnum Suðurstrandarveginn þar sem umferð er lítil og umhverfið ægifagurt. Hægt er að aka sem leið liggur frá Hafnarfirði með viðkomu á Kleifarvatni og skoða um leið Seltún, nú eða frá Suðurlandi og þá er ekki amalegt að skoða í leiðinni nýrunnið hraun úr Fagradalsgosinu okkar. 

Fáðu frekari upplýsingar um okkur

Heilsueflandi samfélag

Styttur bæjarins

Ljósanótt

Fólkið og sagan