Visit Reykjanesbær

Upplifun

Rétt fyrir utan höfuðborgina og alþjóðaflugvöll getur þú upplifað metnaðarfull söfn, tónleika með vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, veitingastaði í besta klassa og syndsamlegan skyndibita.

Leitaðu ekki langt yfir skammt.

Góða skemmtun!

Rokksafn Íslands

Rokksafnið er gagnvirkt og hentar fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir prófað sig áfram í heimi tónlistarinnar, leikið á hin ýmsu hljóðfæri og jafnvel tekið lagið

Skessan í hellinum

Við smábátahöfnina býr skessa ein sem er afar vinveitt börnum, þótt sumum finnist hún heldur stór og hrikaleg. Skessan er allra vinur og boðin og búin til að nota stærð sína og krafta til hjálpar í vanda smákrílanna, vina sinna.

Brúin milli heimsálfa

Ef þið eruð nógu sterk getið þið lyft þessari brú en ef þið gangið yfir hana hafið þið ferðast á milli tveggja heimsálfa.

Golfklúbbur Suðurnesja

Spilaðu 18 holur á einum fallegasta golfvelli landsins sem býður stórbrotið útsýni yfir Faxaflóann.

Listasafn

Þú finnur listasafnið okkar í Duus safnahúsum en það er vettvangur nýrra strauma í myndlist. Þar eru gerðar strangar listrænar kröfur sem sýna það besta í nútímalist.

Reykjanes jarðvangur

Reykjanesbær er í miðjum eldfjallagarði sem hefur fengið alþjóðlega vottun UNESCO sem Global Geopark.

Byggðasafn

Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og fræðir sögu svæðisins. Þú finnur fjölbreyttar sýningar í Duus safnahúsum.

Útivist

Möguleikarnir til útivistar eru óþrjótandi, hvort sem þú vilt njóta náttúrunnar eða reyna þrek og þol og skemmta þér hjá okkur.

Farðu í sund

Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug, fjórar setlaugar og eimbað. Að auki er þar ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins og yfirbyggður leikjagarður fyrir yngstu börnin.

Verslaðu

Ertu að leita að íslenskri hönnun, íþróttamerkjum, handverki eða útivistarvörum? Eða bara einhverju allt öðru? Þú ættir að finna það eftir rölt á Hafnargötunni, aðalverslunargötunni okkar sem hefur verið endurgerð fallega.

Viðburðir framundan