Visit Reykjanesbær

Bátasafn Gríms Karlssonar

Bátasafn Gríms Karlssonar er lokað tímabundið vegna framkvæmda.

Það er við hæfi að skoða Bátasafn skipstjórans Gríms Karlssonar þegar litið er í heimsókn í okkar gamla sjávarpláss.

Safnið má finna í Duushúsum og geymir í heildina 120 skip úr flota landsmanna þótt þau séu ekki öll til sýnis á sama tíma.

Flest líkönin eru gerð eftir skipum sem smíðuð voru hér á landi eða flutt til landsins á fyrstu áratugunum eftir seinna stríð. 

Grímur Karlsson var lengi skipstjóri í Njarðvík en tók að smíða bátslíkön sín af ástríðu eftir að hann hætti til sjós. Þá safnaði hann heimildum um hvert skip og fylgja þau líkönunum.

Sýningin í Duushúsum rekur þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga. Bátarnir eru tengdir við útgerð með fjölda mynda og muna frá Byggðasafni Reykjanesbæjar.

Grímur lést árið 2017, rúmlega áttræður.

Staðsetning

Meira til að sjá og skoða

Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða