Brúin milli heimsálfa
Stysta leiðin milli Evrópu og Ameríku liggur á Reykjanesi en þar er hægt að ganga yfir brú milli heimsálfa á nokkrum mínútum.
Brúin sýnir á táknrænan hátt jarðskorpuflekana tvo sem ganga á land á Reykjanesi en þeir eru Norður-Ameríku- og Evrasíu flekar, risastórar jarðplötur sem gliðna um nokkra sentimetra á hverju ári.
Hvergi í heiminum er hægt að sjá þessa fleka á landi og því hefur Reykjanesið verið vottað af UNESCO sem alþjóðlegur Geopark.
Þessa gliðnum má sjá víða á Reykjanesi en hún er jafnframt ástæðan fyrir því að á skaganum eru fimm eldstöðvakerfi og hann því eldvirkur – eins og allir sáu þegar gos hófst í Geldingardölum árið 2021.
Það má því segja að Reykjanesið sé ein risastór kennslustund í jarðfræði.
Staðsetning
- N63° 52' 5.558" W22° 40' 31.588"
Meira til að sjá og skoða
Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða