Fyrir alla krakka
Skessan við smábátahöfnina býður öll börn velkomin, en ekki láta ykkur koma á óvart þótt hún sé sofandi þegar þið lítið við, tröll þurfa sinn svefn. Ef þú þarft að losna við snudduna er skessan alltaf að leita að skrauti í hellinn.
Á hverju ári er BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ haldin og Vatnaveröld býður eina bestu aðstöðu á landinu fyrir foreldra og ung börn.
Við erum einfaldlega mikið fyrir börn, enda eru þau gott fólk.
Frábær afþreying fyrir börn
Skessan í hellinum
Skessan er allra vinur og boðin og búin til að nota stærð sína og krafta til hjálpar í vanda smákrílanna, vina sinna. Heimili hennar er fábreytt og því tekur hún fagnandi á móti snuddum sem börn hafa ekki lengur not fyrir en þau notar hún til að skreyta jólatréð sitt.
Rokksafn Íslands
Frábær skemmtun og fræðsla fyrir alla fjölskylduna sem getur skapað tónlist, leikið á hljóðfæri og meira að segja tekið lagið.
Brúin milli heimsálfa
Ef þið eruð nógu sterk getið þið lyft þessari brú en ef þið gangið yfir hana hafið þið ferðast á milli tveggja heimsálfa.
Bókasafn
Kíktu í bók, lestu blöðin, leyfðu börnunum að upplifa og njóttu veitinga í kaffihúsinu okkar. Bókasafnið okkar er öruggur og skemmtilegur staður fyrir alla.
Fjörheimar & 88 Húsið
Í Frístundamiðstöð Reykjanesbæjar við Hafnargötu 88 er starfrækt félagsmiðstöð, ungmennahús, frístund fyrir ungmenni með sértækar stuðningsþarfir, hjólabrettakennsla og Listasmiðja Reykjaness.
Bátasafn Gríms Karlssonar
í Duushúsum getur þú skoðað einstök bátalíkön Gríms Karlssonar sem gerð eru að fyrirmynd íslenskra báta.
Stekkjarkot
Stekkjarkot er þurrabúð og sýnir dæmi um mannabústaði sem algengir voru suður með sjó í eldri tíð. Við Stekkjarkot er landnámsdýragarður þar sem skoða má dýr og klappa.
Víkingaheimar
Víkingaheimar eru glæsilegt sýningarhús sem geymir m.a. endurgerð af víkindaskipinu Íslendingi sem sigldi til Ameríku árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til nýja heimsins.
Vatnaveröld
Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna sem notið hefur mikilla vinsælda hjá fjölskyldufólki um allt land. Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina og vatnið er upphitað og þægilegt.
Hátíð í bæ
Velkomin á BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ sem hefur að markmiði að gera sköpun barna og ungmenna hátt undir höfði og að draga fram allt það jákvæða og skemmtilega sem börn og fjölskyldur geta gert saman í Reykjanesbæ, þeim að kostnaðarlausu.