Visit Reykjanesbær

Hvað viltu gera?

Á Reykjanesi getur þú upplifað flest allt sem Ísland hefur upp á að bjóða, nema bara á miklu minna svæði sem er vel greiðfært mest allt árið. Hví ekki að breyta dagsferðinni í helgarferð og kíkja í heimsókn til Reykjanesbæjar, versla aðeins, skoða á sýningu, eða fara í sund, kitla bragðlaukana, fá sér drykk í góðum hóp og gista nóttina. Vakna svo endurnærð og njóta alls þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða.

Bátasafn Gríms Karlssonar

í Duushúsum getur þú skoðað einstök bátalíkön Gríms Karlssonar sem gerð eru eftir fyrirmynd íslenskra báta.

Bókasafn

Kíktu í bók, lestu blöðin, leyfðu börnunum að upplifa og njóttu veitinga í kaffihúsinu okkar. Bókasafnið okkar er öruggur og skemmtilegur staður fyrir alla.

Brúin milli heimsálfa

Ef þið eruð nógu sterk getið þið lyft þessari brú en ef þið gangið yfir hana hafið þið ferðast á milli tveggja heimsálfa.

Byggðasafn

Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og fræðir sögu svæðisins. Þú finnur fjölbreyttar sýningar í Duus safnahúsum.

Golfklúbbur Suðurnesja​

Einn fegursti golfvöllur landsins er í Leirunni á Garðskaga en þar njóta kylfingar stórbrotins útsýnis yfir Faxaflóa

Hljómahöll

Hljómahöll er glæsilegt menningar og tónleikahús með aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur.

Listasafn

Þú finnur listasafnið okkar í Duus safnahúsum en það er vettvangur nýrra strauma í myndlist. Þar eru gerðar strangar listrænar kröfur sem sýna það besta í nútímalist.

Reykjanes jarðvangur

Reykjanesbær er í miðjum eldfjallagarði sem hefur fengið alþjóðlega vottun UNESCO sem Global Geopark.

Rokksafn Íslands

Rokksafnið er gagnvirkt og hentar fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir prófað sig áfram í heimi tónlistarinnar, leikið á hin ýmsu hljóðfæri og jafnvel tekið lagið

Skessan í hellinum

Við smábátahöfnina býr skessa ein sem er afar vinveitt börnum, þótt sumum finnist hún heldur stór og hrikaleg. Skessan er allra vinur og boðin og búin til að nota stærð sína og krafta til hjálpar í vanda smákrílanna, vina sinna.

Stekkjarkot

Stekkjarkot er þurrabúð og sýnir dæmi um mannabústaði sem algengir voru suður með sjó í eldri tíð.

Sundmiðstöðin​

Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug, fjórar setlaugar og eimbað. Að auki er þar ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins.

Verslun

Ertu að leita að íslenskri hönnun, íþróttamerkjum, handverki eða útivistarvörum? Eða bara einhverju allt öðru? Þú ættir að finna það eftir rölt á Hafnargötunni, aðalverslunargötunni okkar.

Víkingaheimar

Víkingaheimar eru glæsilegt sýningarhús sem geymir m.a. endurgerð af víkindaskipinu Íslendingi sem sigldi til Ameríku árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til nýja heimsins.

Útivist

Möguleikar til útivistar eru óþrjótandi, hvort sem þú vilt njóta náttúrunnar eða reyna þrek og þol og skemmta þér hjá okkur.