Skapandi kraftur
Reykjanesbær býr að ríkri tónlistarmenningu og segja má að hann sé vagga popptónlistar á Íslandi en þar varð til fyrsta íslenska bítlahljómsveitin Hljómar þar sem steig á sviðið fyrsti poppari íslandssögunnar, Rúnni Júll.
Hægt er að upplifa þessa einstöku sögu í Rokksafni Íslands í Hljómahöll en þar hefur skapast mikilvægur vettvangur mannlífs, viðburða og menningar í Reykjanesbæ.
Duushús sem áður hýstu danska kaupmenn og sölu á fiski þjóna nú nýjum tilgangi sem menningarmiðstöð bæjarins en þar eru sýningarsalir Listasafns og Byggðasafns og fjöldi sýninga á hverju ári.
Bókasafn Reykjanesbæjar er lifandi safn sem býður upp á sýningar og viðburði allt árið um kring. Þá er hægt tylla sér á kaffihúsið þar og kíkja í blöðin.



Helstu menningarhús og sýningar í Reykjanesbæ

Bátasafn Gríms Karlssonar
Bátasafn Gríms Karlssonar er lokað tímabundið vegna framkvæmda. í Duushúsum getur þú skoðað einstök bátalíkön Gríms Karlssonar sem gerð eru að fyrirmynd íslenskra báta.

Bókasafn
Kíktu í bók, lestu blöðin, leyfðu börnunum að upplifa og njóttu veitinga í kaffihúsinu okkar. Bókasafnið okkar er öruggur og skemmtilegur staður fyrir alla.

Byggðasafn
Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og fræðir sögu svæðisins. Þú finnur fjölbreyttar sýningar í Duus safnahúsum.

Hljómahöll
Hljómahöll er glæsilegt menningar og tónleikahús með aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur.

Listasafn
Þú finnur listasafnið okkar í Duus safnahúsum en það er vettvangur nýrra strauma í myndlist. Þar eru gerðar strangar listrænar kröfur sem sýna það besta í nútímalist.

Rokksafn Íslands
Rokksafnið er gagnvirkt og hentar fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir prófað sig áfram í heimi tónlistarinnar, leikið á hin ýmsu hljóðfæri og jafnvel tekið lagið

Skessan í hellinum
Við smábátahöfnina býr skessa ein sem er afar vinveitt börnum, þótt sumum finnist hún heldur stór og hrikaleg. Skessan er allra vinur og boðin og búin til að nota stærð sína og krafta til hjálpar í vanda smákrílanna, vina sinna.

Stekkjarkot
Stekkjarkot er þurrabúð og sýnir dæmi um mannabústaði sem algengir voru suður með sjó í eldri tíð.

Víkingaheimar
Víkingaheimar eru glæsilegt sýningarhús sem geymir m.a. endurgerð af víkindaskipinu Íslendingi sem sigldi til Ameríku árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til nýja heimsins.