Hljómahöll
Hljómahöll er miðstöð mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í Reykjanesbæ. Svona okkar Harpa ef þið skiljið.
Ég bauð þér á ball í Stapa, á því var ekki að tapa – söng Karl Hermannsson en hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og þjónar áfram sínu hlutverki eins og áður.
Í Hljómahöll má finna Rokksafn Íslands þar sem þú getur fengið að upplifa popp- og rokksögu Íslands.
Á safninu eru sýndar ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúrið er vinsælt en þar geta gestir leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa.
Í húsi Hljómahallar starfar Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, einn sá stærsti á landinu
Viðburðir á næstunni
Staðsetning
-
Hjallavegur 2,
260 Reykjanesbær - 420 1030
- info@hljomaholl.is
- Vefsíða
Meira til að sjá og skoða
Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða