Listasafn Reykjanesbæjar
Þeir sem vilja kynna sér nýjustu strauma í myndlist geta litið við í Listasafn Reykjanesbæjar sem hefur getið sér gott orð fyrir metnaðarfullar sýningar, ef þið eruð heppin er hægt að taka þátt í leiðsögn um sýningar sem boðið er upp á reglulega.
Listasafnið er í Duushúsum dönsku verslunarinnar í fyrri tíð og því hægt að nýta tækifærið og kíkja á fleiri sýningar í leiðinni svo sem hjá byggðasafninu eða skoða bátalíkön og sögu útgerðar á Suðurnesjum.
Staðsetning
- Duusgötu 2-8, Keflavík
- 420 3245
- duushus@reykjanesbaer.is
- Vefsíða
Meira til að sjá og skoða
Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða