Visit Reykjanesbær

Rokksafn Íslands

Segja má að saga íslenskrar rokk- og poppsögu hafi hafist í Reykjanesbæ og því við hæfi að líta við á Rokksafn Íslands í Hljómahöll og skoða sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi frá árinu 1830 til dagsins í dag.

Safnið er gagnvirkt og býður upp á upplifun gesta og má þar nefna hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa nú eða tekið lagið í sérhönnuðum upptökuklefa. 

Þeir sem vilja geta tyllt sér í bíósalinn og horft á heimildarmyndir um íslenska poppsögu og svo er hægt að henda í sig einum rokkbolla á staðnum.

Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér. 

Staðsetning

Meira til að sjá og skoða

Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða