Visit Reykjanesbær

Útivist

Náttúran á Reykjanesi er ægifögur og einstök á heimsvísu og hluti af neti jarðvanga UNESCO um allan heim.

Orkan í iðrum jarðar hefur mótað umhverfið þar sem finna má gígaraðir, mosavaxið hraun, spúandi hveri og Bláa Lónið sem kallað hefur verið eitt af undrum veraldar.

Á Reykjanesi má finna eina stærstu súlubyggð í Evrópu og er það vinsælt til fuglaskoðunar, hvort sem það er í björgum eða fjörum.

Möguleikarnir til útivistar eru því óþrjótandi, hvort sem þú vilt njóta náttúrunnar eða reyna þrek og þol og skemmta þér hjá okkur.

 

Gönguleiðir

Á Reykjanesi finnur þú fornar gönguleiðir sem menn og dýr hafa meitlað í hraunið í gegnum aldirnar. Leiðirnar liggja um mólendi, mosagróið hraun, sand og mela og eru þær vel merktar.

Strandleiðin í Reykjanesbæ er 10 km gönguleið sem liggur frá Helguvík og að Stapa. Hún er vinsæl hjá bæjarbúum og gestum enda steypt og upplýst og gefur kost á einstöku útsýni til sjávar þar sem við blasir Keilir og börn hans og ef þú ert heppinn gætir þú fest auga á stöku hval og fuglalífið við ströndina er fjölbreytt.

Strandleið

10km

90 mín

Gönguleiðir um Reykjanes

Önnur útivist

Fjallahjólabraut​

Hjólaglaðir geta spreytt sig í fjallahjólabrautinni á Ásbrú þar sem reynir á styrk og  jafnvægi þar sem spennan er í forgrunni.

Munið bara eftir hjálminum!

Hreyfistöðvar​

Í Reykjanesbær eru fjórar hreyfistöðvar auk tveggja stakra hreyfitækja við Strandleið hjá Vatnsnesi. Tækin eru fjölbreytt, taka á öllum vöðvum líkamans og henta breiðum aldurshópi. Notendur vinna einungis með sína eigin líkamsþyngd. Staðsetning hreyfistöðva:

Sundmiðstöðin

Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug, fjórar setlaugar og eimbað. Að auki er þar ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins..

Golfklúbbur Suðurnesja​

Einn fegursti golfvöllur landsins er í Leirunni á Garðskaga en þar njóta kylfingar stórbrotins útsýnis yfir Faxaflóa.

Folf (Frisbígolf)

Áhugasamir folfarar geta spreytt sig á tveimur folf völlum hjá okkur og það góða við þessa skemmtilegu íþrótt er að hana er hægt að stunda allt árið um kring.

Reykjanes jarðvangur

Reykjanesbær er í miðjum eldfjallagarði sem hefur fengið alþjóðlega vottun UNESCO sem Global Geopark.