Visit Reykjanesbær

Vertu með í veislunni!

Þann 11. júní næstkomandi eru 30 ár frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. 

Blásið verður til veislu í sveitarfélaginu af því tilefni sem hefst á afmælisdaginn sjálfan þriðjudaginn 11. júní og stendur fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Íbúar eru hvattir til að fagna þessum áfanga og taka þátt í þeim viðburðum sem verða á dagskrá í afmælisvikunni. Viðburðirnir verða kynntir betur á næstu dögum en hér fyrir neðan má finna það sem er komið á dagskrá.

Frítt í sund, strætó og á söfnin alla afmælisvikuna 11.-17. júní.

Dagskrá