17. júní
6251 6251 people viewed this event.
Þjóðhátíðardegi Íslendinga er fagnað í Reykjanesbæ ár hvert þegar stærsti fáni landsins er dreginn að húni á fánastönginni í skrúðgarðinum í Keflavík.
Að venju fer fram hátíðardagskrá sem hefst með hátíðarguðþjónustu í Keflavíkurkirkju og skrúðgöngu að henni lokinni í skrúðgarðinn í Keflavík þar sem fram fer fánahylling, setningarræða, ávarp fjallkonu, ræða dagsins og flutningur Lofsöngsins. Að hátíðardagskrá lokinni fer fram skemmtidagskrá fyrir börn og ungmenni.