Aðventusvellið
439 439 people viewed this event.
Aðventusvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku né vatns en svellið samanstendur af sérhönnuðum plötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís. Þá er einnig minni slysahætta á þessu svelli þar sem það gefur aðeins eftir ólíkt hefðbundnum ís. Hægt er að nota alla skauta nema listdansskauta sem eru með tennur að framan.
Aðventusvellið er frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir íbúa Reykjanesbæjar og gesti Aðventugarðsins.
Gert er ráð fyrir að Aðventusvellið verði opið frá miðjun nóvember og út desember.