Bókasafn Reykjanesbæjar með fjölbreytta viðburði í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar
30. september – mánudagur 16:30-17:00
Núvitundarganga í Njarðvíkurskógum
Finnur þú ilm í lofti eða sérðu fallega liti í umhverfinu? Núvitundarganga er róleg og afslöppuð gönguferð þar sem þátttakendur fá tækifæri á að upplifa umhverfið á nýjan hátt.
Gönguna leiðir Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leikskólakennari og jógaleiðbeinandi en hún hefur mikla reynslu í jóga og núvitund í vettvangsferðum.
Gengið frá bílastæði neðan Njarðvíkurskóga (keyrt um Bolafót). Við klæðum okkur eftir veðri. Ókeypis og öll velkomin!
2. október – miðvikudagur 12:00 – 17:00
Heilsufarsskoðun í Bókasafninu
Brunavarnir Suðurnesja að bjóða upp á heilsufarsskoðun í Bókasafni Reykjanesbæjar. Blóðþrýstingur- súrefnismettun, púls og blóðsykur. Heilsufarsskoðunin er ókeypis og öll velkomin!
2. október – miðvikudagur 18:00 -21:00
Vellíðan – Lestur og kósý í Bókasafninu
Hægur og meðvitaður lestur í kósý umhverfi á bókasafninu eftir lokun safnsins. Við komum okkur vel vel fyrir á góðum stöðum í safninu og lesum. Gengið er inn á bakvið safnið, bílastæðamegin.
3. október – fimmtudagur 16:30-17:00
Núvitundarganga við strandleiðina
Finnur þú ilm í lofti eða sérðu fallega liti í umhverfinu? Núvitundarganga er róleg og afslöppuð gönguferð þar sem þátttakendur fá tækifæri á að upplifa umhverfið á nýjan hátt.
Gönguna leiðir Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leikskólakennari og jógaleiðbeinandi en hún hefur mikla reynslu í jóga og núvitund í vettvangsferðum.
Gengið frá byrjun strandleiðar við OM setrið. Bílastæði við Njarðvíkurskóla. Við klæðum okkur eftir veðri. Ókeypis og öll velkomin!
5. október – laugardagur 11:30 – 12:00
Krakkajóga með Sibbu
Sigurbjörg Gunnarsdóttir leikskóla- og jógaleiðbeinandi leiðir tímann þar sem farið verður í skemmtilegar æfingar, öndun og slökun í gegnum sögur og ævintýri. Ókeypis og öll börn velkomin!