Cirkus Flik Flak í Reykjanesbæ!
143 143 people viewed this event.
Barna- og unglingasirkusinn Flik Flak frá Danmörku heimsækir Reykjanesbæ þann 1. júlí með litríka og kraftmikla sirkussýningu. Þar koma fram ungir sirkuslistamenn sem hafa æft sig í fjölbreyttum greinum á borð við loftfimleika, jafnvægislistir og trúðaatriði 🤹♀️🎟️
Cirkus Flik Flak er hluti af Odense Børne- og Ungecirkus, þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að nota hæfileika sína í ævintýralegu sirkusumhverfi.
❗️Athugið! Tímasetning er ekki staðfest og staðsetning á viðburðinum verður auglýst fljótlega – fylgist vel með!
Sirkusinn heimsótti Reykjanesbæ síðast árið 2007, og því er einstaklega ánægjulegt að fá hópinn aftur til okkar í sumar 💛