Fimleikadeild Keflavíkur tekur þátt í lýðheilsu og forvarnaviku Reykjanesbæjar !
436 436 people viewed this event.
Fimleikadeild Keflavíkur tekur þátt í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar!
Fimleikadeild Keflavíkur býður upp á prufutíma í fimleikum í þrjá hópa þessa viku:
- Fimleikar fyrir alla: (hópur sem æfir en keppir ekki, áhersla á fimleikaæfingar) 8–14 ára stúlkur, prufutími miðvikudaginn 2. október kl. 15:30–17:00.
- Fimleikar fyrir börn með sérþarfir: 4–12 ára, sunnudaginn 6. október kl. 11:00–12:30.
- Fimleikar fyrir börn með sérþarfir: 13 ára og eldri, sunnudaginn 6. október kl. 13:00–14:30.
Alla daga í lýðheilsu- og forvarnarvikunni munu iðkendur í fimleikum fá holla næringu í Akademíunni. Epli og bananar gefa orku á æfingu.
Fimleikadeild Keflavíkur