Fjölskylduganga á Þorbjörn
Fjölskylduganga á Þorbjörn
Ingibjörg Jónsdóttir og Justyna Wróblewska leiða göngu fyrir börn og foreldra á fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta er þæginlegt fjall og víðsýni til allra átta og því tilvalið fyrir fjölskyldugöngu. Það skemmir síðan ekki fyrir að á fjallinu er að finna skemmtilega gjá sem ber nafnið Þjófagjá. Við munum gefa okkur góðan tíma í gönguna, skoðum náttúruna og heyrum skemmtilega þjóðsögu sem tengist gjánni.
Gangan verður miðvikudaginn, 27. september kl. 17:00. Leiðin er um 4 km og hækkunin rétt um 200 m. Mæting Norðanmegin við fjallið hjá Selskógi.
Listi yfir það sem gott er að hafa meðferðis:
• Nesti, mikilvægt að hafa eitthvað sem börnunum finnst gott að borða, t.d. sniðugt að hafa súkkulaðirúsinur og hentur saman í poka til að narta í á leiðinni.
• Vatn
• Góðir skór og föt eftir veðri.
Börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna í göngunni.