Fuglarnir í garðinum og fóðrun þeirra
Mánudaginn 27. nóvember kl. 19.30 munu þeir félagar Guðmundur Falk Jóhannesson, fuglaljósmyndari og Hannes Þór Hafsteinsson, garðyrkjufræðingur fjalla um fuglana í garðinum og leiðir til að laða þá til sín með fóðurgjöf.
Guðmundur Falk og Hannes Þór eru landsþekktir fuglaáhugamenn og ferðast landshornanna á milli til að skoða og ljósmynda sjaldgæfar tegundir fugla sem hrekjast til landsins undan haustlægðunum og í lengjast hér í skemmri eða lengri tíma. Þeir hafa staðið fyrir fóðrun og merkingu fugla í Selbrekkuskógi og eru hafsjór af þekkingu um fugla almennt.
Hvar: Bókasafn | Miðjan
Hvenær: Mánudaginn 27. nóvember kl. 19.30
Fræðslufundurinn er á vegum Garðyrkjufélags Suðurnesja í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar. Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.