Visit Reykjanesbær

GDRN á trúnó

GDRN á trúnó

GDRN á trúnó

125 125 people viewed this event.

Tónlistarkonan GDRN kemur fram á tónleikaröðinni Trúnó í Hljómahöll þann 3. apríl.

GDRN hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðan hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú plata vakti mikla athygli, hlaut fjölda tónlistarverðlauna og var tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlanda. Síðan þá hefur hún gefið út fjölmörg lög í samstarfi við aðra listamenn, auk þess að senda frá sér tvær sólóplötur: GDRN árið 2020 og Frá mér til þín árið 2024. Fyrir utan tónlistarferilinn lék hún einnig eitt aðalhlutverkanna í Netflix-þáttaröðinni Kötlu.

Á trúnó-tónleikum fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: https://tix.is/event/18952/gdrn-a-truno →

 

Dagsetning og tími

03-04-2025 - 20:00 til
03-04-2025 - 22:00
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum