Visit Reykjanesbær

Handavinnuhópur í Stapasafni

Handavinnuhópur í Stapasafni

Handavinnuhópur í Stapasafni

190 190 people viewed this event.

Langar þig til þess að prjóna, hekla, sauma og spjalla í góðum félagsskap?

Stapasafn hefur farið af stað með handavinnuhóp sem öllum er velkomið að taka þátt í, hvort sem um ræðir eitt skipti eða öll.

Hópurinn hittist tvisvar í mánuði í Stapasafni á Dalsbraut 11 (sami inngangur og í íþróttamiðstöð) kl. 20.00.
Um er að ræða síðasta hitting fyrir sumarfrí en hópurinn hittist síðan aftur mánudaginn 18. ágúst.

Brynja, Guðný og Þórey taka á móti öllum sem vilja taka þátt.

Athugið að ekki er um kennslu að ræða að þessu sinni heldur er frekar lögð áhersla á góðan félagsskap og að hópurinn hjálpist að innbyrðis.

Hópurinn er á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1182746986665705

Hittingarnir eru að sjálfsögðu ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/vidburdir/vidburdir/handavinnuhopur-5 →

 

Dagsetning og tími

23-06-2025 - 20:00 til
23-06-2025 - 21:30
 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum