Visit Reykjanesbær

Jóga Nidra djúpslökun og mjúkt Gong

Registrations have closed.
Jóga Nidra djúpslökun og mjúkt Gong

Jóga Nidra djúpslökun og mjúkt Gong

299 299 people viewed this event.

Vertu hjartanlega velkomin í Jóga Nidra djúpslökun og mjúkt Gong, föstudaginn 29.september kl.17.30-18.30.

Jóga Nidra er dásamleg leidd hugleiðsla sem leiðir þig niður í ljúfa djúpslökun. Jóga Nidra hefur reynst einstaklega vel til að vinna gegn streitutengdum einkennum eins og álag og kulnun, spennu, svefnleysi, of háum blóðþrýstingi, kvíða og þunglyndi, höfuðverkjum, einkennum breytingarskeiðs og ýmis konar bólgutengdum einkennum í líkamanum.

Hljómar Gongsins hjálpa okkur að komast í dýpra slökunarástand. Þetta dásamlega hljóðfæri skapar djúpa slökun, hreinsar hugann og undirmeðvitundina, losar stíflur og örvar blóðflæðið um líkamann.

Þú þarft ekkert að gera nema liggja á dýnunni, umvafin teppi og hlusta, anda og leyfa þér að njóta.

Ávinningurinn er einnig meiri mildi, hlýja og samkennd fyrir sjálfum sér

Ljúfur og notarlegur tími til að vinda ofan af sér eftir daginn og dvelja í kyrrð og hugarró.

Staðsetning: Om setrið, Reykjanesbæ

Frítt inn á þennan viðburð á meðan pláss leyfir

Hlýjar kveðjur, Lovísa Hafsteinsdóttir (Lúlla)
Sen ráðgjöf, Reykjanesbæ

Skráning hjá senradgjof@gmail.com

Auka upplýsingar

Event registration closed.
 

Dagsetning og tími

29-09-2023 @ 17:30 to
29-09-2023 @ 18:30
 

Síðasti skráningardagur

04-10-2023
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deila