Visit Reykjanesbær

Leikskólinn Gimli tekur þátt í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar !

Registrations have closed.
Leikskólinn Gimli tekur þátt í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar !

Leikskólinn Gimli tekur þátt í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar !

145 145 people viewed this event.

Heilsu-og forvarnarvika Reykjanesbæjar 25. sept. – 1. október 2023
Það sem ber hæst í þessari viku á Gimli er:

• Jógastundir undir leiðsögn Sigurbjargar E. Gunnarsdóttur – þar sem öll börn á Gimli fara einu sinni í viku í jógastund allt skólaárið og hefur hver kjarni/deild ákveðinn dag og tíma.
Þess má einnig geta að Sigurbjörg verður með jógastund í Bókasafni Reykjanesbæjar þessa sömu viku.
• Vettvangsferðir eru stór þáttur í okkar skólastarfi og verður þróunarverkefnið okkar jóga /núvitund í vettvangsferðum í hávegum haft.
Tveir elstu árgangarnir þ.e. börn fædd 2018 og 2019 bjóða foreldrum sínum í vettvangsferð í Njarðvíkurskóg.
• Leikur að læra verkefnið – sem byggir á kennsluaðferð þar sem börn læra hljóð, bókstafi og tölustafi í gegnum hreyfingu og leik á faglegan og skemmtilegan hátt.

• Gaman saman verkefnið – þar hittast yngri og eldri borgarar, eiga góðar gleðistundir saman þar sem söngur og hreyfing bætir og kætir stóra sem smáa.

• Matseðill vikunnar verður hollur og góður nú sem fyrr.
Með heilsu-og forvarnarkveðju,
Karen Valdimarsdóttir leikskólastýra á Gimli.

Auka upplýsingar

 

Dagsetning og tími

25-09-2023 to
29-09-2023
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deila