Visit Reykjanesbær

Lýðheilsu- og forvarnarvika í Njarðvíkurskóla

Lýðheilsu- og forvarnarvika í Njarðvíkurskóla

Lýðheilsu- og forvarnarvika í Njarðvíkurskóla

295 295 people viewed this event.

Lýðheilsu- og forvarnarvika í Njarðvíkurskóla
30. september – 6. október 2024

Mánudagur 30. september

  • Nemendafélagið verður með rólega tónlist og slökun í frímínútum og hádegi fyrir nemendur.
  • Símalaus dagur – bæði nemendur og starfsfólk 😊

Þriðjudagur 1. október

  • Verum ástfangin af lífinu – Þorgrímur Þráinsson hittir 10. bekk.
  • Tendrum ljós fyrir lestri – Þorgrímur Þráinsson hittir 5.-7. bekk.
  • Samfélagsmiðlar – Starfsfólk Fjörheima hittir 8. bekk á sal kl. 10:00.
  • Nemendafélagið verður með íþróttakeppni í frímínútum.
  • Starfsfólk: Gönguferð, gengið frá skólanum góðan hring í Njarðvík.

Miðvikudagur 2. október

  • Forvarnardagurinn
    Nemendur í 9. bekk tóku þátt í netleik og unnu verkefni í tengslum við forvarnardaginn fimmtudaginn 27. september, sem er hluti af forvarnardeginum.
  • Hjúkrunarfræðingur verður með fræðslu fyrir 3. bekk um heilbrigðan lífsstíl.
  • Nemendafélagið verður með Hollustukappát í frímínútum.
  • Allir mæta í íþróttatreyju eða íþróttagalla í skólann.

Fimmtudagur 3. október

  • Lögreglan verður með umferðafræðslu fyrir 1.-4. bekk.
  • Hildur Hólmfríður verður með fyrirlestur um forvarnir gegn fíkniefnum fyrir 9. og 10. bekk.
  • Nemendafélagið er með armbeygjukeppni í hádeginu og FIFA-keppnin milli bekkja heldur áfram.
  • Starfsfólk: Hamingjuganga.

Föstudagur 4. október

  • Markboltamót í íþróttahúsinu í hádeginu fyrir unglingastig.
  • Grænmeti og ávextir í boði fyrir starfsfólk.

Annað í vikunni:

  • Göngum í skólann – Hvetjum nemendur og starfsfólk til að ganga í skólann eða nota annan virkan ferðamáta.
  • Hollt nesti – Nemendur eru hvattir til að hafa hollt nesti og koma með ávexti eða grænmeti til viðbótar við annað nesti.
  • Bingó – Heilsubingó fyrir 1.-6. bekk og hreyfibingó fyrir 7.-10. bekk.

Kennarar eru hvattir til:

  • Að ljúka síðustu kennslustund fyrir hádegishlé með slökun/hugleiðslu.
  • Fara með nemendur í vettvangsferðir/útinám í vikunni, t.d. í frisbígolf í Njarðvíkurskóga, ratleik, umferðafræðslu eða annað.
  • Nýta lífsleiknitíma í slökun/hreyfingu/hópefli/umræður um andlega líðan.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð skaltu senda upplýsingar þínar á Aron.Th.Gudmundsson@reykjanesbaer.is

Skrá með netfangi: Gmail / AOL / Yahoo / Outlook

 

Dagsetning og tími

30-09-2024 - 08:00 til
04-10-2024 - 16:00
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum