Visit Reykjanesbær

Magnús Jóhann og Óskar Guðjóns spila í Bergi

Magnús Jóhann og Óskar Guðjóns spila í Bergi

Magnús Jóhann og Óskar Guðjóns spila í Bergi

39 39 people viewed this event.

Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson hafa ýmsa fjöruna sopið, saman og í sitthvoru lagi. Óskar er einn fremsti djasstónlistarmaður landsins og Magnús einn virkasti músíkant í Reykjavík.
Leiðir þeirra Magnúsar og Óskars lágu fyrst saman í hljómsveitinni Moses Hightower og með söngkonunni Bríeti en haustið 2024 gáfu þeir út hljómplötuna Fermented Friendship. Platan inniheldur nýjar tónsmíðar þeirra beggja þar sem dúnmjúkur hljómur Óskars nýtur sín vel í samtali við fagran píanóleik Magnúsar. 13. febrúar leggur tvíeykið leið sína til Reykjanesbæjar og heldur tónleika í Bergi. Þar munu þeir leika lög af hljómplötu sinni sem og aðrar tónsmíðar þeirra.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð skaltu senda upplýsingar þínar á info@jazz.is

Skrá með netfangi: Gmail / AOL / Yahoo / Outlook

 

Dagsetning og tími

13-02-2025 - 20:00 til
13-02-2025 - 21:30
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum