NÝSKÖPUNAR- OG GERVIGREINDARRÁÐSTEFNA
Á ráðstefnunni Flæði Framtíðar sem haldin verður í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ þann 15. nóvember n.k., verður fjallað um áhrif og möguleika gervigreindar í þróun og eflingu nýsköpunar, sjálfvirkni og tæknimenntunar. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á hvernig tæknin er að breyta samfélaginu og skapa umræðu um hvernig við getum búið okkur sem best undir þær breytingar.
Boðið verður upp á fyrirlestra og hringborðsumræður með kunnáttufólki á sviðum tækni, fræða og fyrirtækja sem vinna með nýsköpun, gervigreind eða sjálfvirkni í sínum rekstri. Flæði Framtíðar er vettvangur fyrir fyrirtæki, samtök, menntastofnanir og einstaklinga sem vilja taka þátt í að móta framtíðina og stuðla að betra samfélagi. Frítt er á ráðstefnuna.
DAGSKRÁ OG SKRÁNINGARFORM ER AÐGENGILEGT INN Á:
https://sss.is/flaedi-framtidar-nyskopunarradstefna/