Visit Reykjanesbær

Opnun Divine Love, sýningar Sigrúnar Úlfarsdóttur.

Opnun Divine Love, sýningar Sigrúnar Úlfarsdóttur.

Opnun Divine Love, sýningar Sigrúnar Úlfarsdóttur.

36 36 people viewed this event.

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Divine Love með verkum eftir hönnuðinn Sigrúnu Úlfarsdóttur, í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum, laugardaginn 18. mars klukkan 14:00 í bíósal Duus Safnahúsa. Sýningin er sett upp í samstarfi með menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Sigrún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love.
Sýningin er innblásin af Ayurveda heimspeki og er skartgripalínan kennd við orkustöðvarnar í líkama mannsins eða chackras. Nafn línunnar, Bhakti-devine love, er fengið frá hjartastöðinni.
Hjartastöðin er mikilvægasta stöðin. Hún er í miðjunni, á milli jarðtengdu stöðvanna og andlegu stöðvanna. Hún er aðsetur ástar og kærleika og er líka tenging okkar við kærleika guðs eða almættisins. Þessi guðlega ást eða devine love, heitir bhakti á sanskrít og er sterkasta orkan í alheiminum.
Listasafn Reykjanesbæjar býður alla velkomna á opnun sýningarinnar Divine Love.

Auka upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð skaltu senda upplýsingar þínar á listasafn@reykjanesbaer.is

Skrá með netfangi: Gmail / AOL / Yahoo / Outlook

 

Dagsetning og tími

18-03-2023 @ 14:00 to
16-04-2023 @ 17:00
 

Flokkur Atburðar

Deila