Visit Reykjanesbær

Opnun sýningarinnar Heima er þar sem hjartað slær

Opnun sýningarinnar Heima er þar sem hjartað slær

Opnun sýningarinnar Heima er þar sem hjartað slær

121 121 people viewed this event.

Heima þar sem hjartað slær er myndlistarsýning sem sýnir afrakstur kvenna frá öllum heimshlutum sem komu saman og bjuggu til listaverk sem endurspegluðu hvaða merkingu „heima“ hafði fyrir þær. Sýningin er afrakstur vinnustofa sem íslenski listamaðurinn Anna Maria Cornette og bandaríski listkennarinn Gillian Pokalo héldu víðsvegar um Ísland undanfarin misseri en listaverkin voru búin til með silkiprentuðu myndefni en síðan var fullunnum verkunum breytt í klukkur sem minna á okkar eigin hjartslátt. Verkefnið er samvinnuverkefni fimm bókasafna víðsvegar um landið; Ísafirði, Egilsstöðum, Dalvík, Árborg og Reykjanesbæ, og er styrkt af Bókasafnasjóði. Þessi sýning er lokaliðurinn í þessum hluta verkefnisins.

Sjón er sögu ríkari.
Öll hjartanlega velkomin.

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar – Átthagastofa
Hvenær: Mánudaginn 24.apríl klukkan 18:00

Auka upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð:

 

Dagsetning og tími

24-04-2023 @ 17:30 to
31-08-2023
 

Flokkur Atburðar

Deila