Visit Reykjanesbær

Skáldasuð – Upplestur II

Skáldasuð – Upplestur II

Skáldasuð – Upplestur II

39 39 people viewed this event.

Skáldasuð er haldin í annað sinn í ár en það er ný ljóða – og listahátíð sem var fyrst haldin í fyrra suður með sjó. Hátíðin verður í Bíósal Duus safnahúsa dagana 6. – 23. mars næstkomandi. Þessi litla ljóðahátíð er hugarfóstur myndlistarmannsins Gunnhildar Þórðardóttur sem er einnig ljóðskáld og kennari. Hátíðin hefst fimmtudag 6. mars kl. 17 með opnun á sýningunni Orð eru til alls fyrst með myndverkum eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Hönnu frá Jaðri, Samfélag fyrir öll (sjálfstætt verkefni Vena Naskrecka), Anton Helga Jónsson, Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur, Sossu og Gunnhildi Þórðardóttur. Verkin á sýningunni tengjast öll texta á einn eða annan hátt og eru bæði tví – og þrívíð verk.

Seinna upplestrarkvöldið er 13. mars næstkomandi kl.17 munu ljóðaskáldin Elías Knörr, Gunnhildur Þórðardóttir, Ægir Þór Jahnke, Validmar Tómasson og Sigurbjörg Þrastardóttir stíga á stokk sem fyrr mun upplesturinn fara fram í Bíósal Duus safnahúsa.

Á meðan á hátíðinni stendur verða til sýnis ljóð í leiðinni í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar, Vatnaveröld, Ljósaljóð í strætóskýlum bæjarins og ljóðalabb þ.e. ljóð á ýmsum gönguleiðum um bæinn. Þar verða ljóð eftir ljóðskáldin Garðar Baldvinsson sem gengur undir nafninu Garibaldi, Guðmundur Magnússon, Ragnheiður Lárusdóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Eygló Jónsdóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir. Þá mun verkefnastjóri vera með örljóðaupplestur í heitum pottum daga 7. og 21. mars.
Gunnhildur Þórðardóttir er með MA í liststjórnun (2006), tvíhliða BA nám sagnfræði (listasögu) og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge UK (2003) og viðbótardplómanám í listkennslu bæði fyrir grunn – og framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands (2019). Hún hefur starfað við kennslu síðan 2014 og starfað í rúm tíu ár fyrir listasöfn bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Hún hefur verið virkur myndlistarmaður í tuttugu ár og unnið trúnaðarstörf fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og félagið Íslensk grafík.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: https://www.facebook.com/profile.php?id=61556944346320&sk=events →

 

Dagsetning og tími

13-03-2025 - 17:00 til
13-03-2025 - 18:30
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum