Visit Reykjanesbær

Tannheilsa ungra barna

Tannheilsa ungra barna

Tannheilsa ungra barna

34 34 people viewed this event.

Fimmtudaginn 10. október klukkan 11.00 kemur Helena Ósk Árnadóttir tannlæknir og ætlar að fræða okkur um tannheilsu ungra barna á Foreldramorgni í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Kaffi á könnunni. Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin með litlu krílin.

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 11 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hópurinn er á Facebook og er að finna hér:https://www.facebook.com/groups/873386116117297

Boðið er upp á fræðsluerindi einu sinni í mánuði en hina dagana geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað, drukkið kaffi og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.

Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á notalegt umhverfi fyrir foreldra og börn. Í barnahorninu eru dýnur, leikföng, góð skiptiaðstaða er á salerni og gott aðgengi fyrir barnavagna, bæði inni í safninu og fyrir utan.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/vidburdir/vidburdir/tannheilsa-ungra-barna →

 

Dagsetning og tími

10-10-2024 - 11:00 til
10-10-2024 - 12:00
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum