Visit Reykjanesbær

UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW

UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW

UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW

52 52 people viewed this event.

UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW
11. mars – 16. Apríl 2023

Sýningin UNDIRLJÓMI / INFRA-GLOW opnar í Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 11. mars og stendur til sunnudagsins 16. apríl 2023.

Sýningarstjórar eru Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem allar stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni eiga stefnumót listamennirnir Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir, Hye Joung Park og Þórdís Erla Zoega og er m.a. fjallað um áhrif nærumhverfisins og breytileika þess á innri
upplifun og tjáningu.

Í sýningartexta segir m.a.:

“Nánd við samvirk tengsl á milli líkama okkar, huga og umhverfis er beisluð líkt og orka í listsköpun Carissu Baktay, Claire Paugam, Claudiu Hausfeld, Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Hye Joung Park, Iðu Brár Ingadóttur og Þórdísar Erlu Zoëga á sýningunni UNDIRLJÓMI. Upptök orkunnar er ósæ nálægð við hversdagsleg yfirborð og flæðandi glýpt á milli þeirra. Jafndægrin leika með líkamsklukku okkar og sjónarhorn þrengjast og víkka á víxl í takt við hreyfingu sólar. Þegar hún skimar lágt leitar hugurinn inn á við, eftir nánd og einveru. Þegar hún rís og nær nyrstu stöðu um sumarsólstöður, örvast hughrif og tilfinning um viðbótartíma sem opnar margstrenda sýn á ígrundun og athafnir. Svo hverfur hún á ný og taktbilið minnkar; athyglin færist inn á við. Við nemum hljóðbylgjur innra byrðisins og leyfum þeim að renna saman við hljómfall hins daglega.”

Frá 2021 hefur Listasafn Reykjanesbæjar á hverju ári boðið meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við LHÍ að stýra sýningu í safninu, í samstarfi við námsleiðina. Þar er lögð áhersla á sýningagerð sem víðfeðman og margþættan vettvang sköpunar og rannsókna með samvinnu sem lykilþema. Sýningar meistaranema hafa vakið athygli safngesta og samstarfið við Listaháskólann er jafnframt liður í að kynna safnið fyrir nýrri kynslóð sem starfar innan
listgreina og fræðasviðs lista á Íslandi.

//

The exhibition INFRA-GLOW opens at the Reykjanes Art Museum on Saturday 11 March at 2 pm and closes on Sunday 16 April 2023.

INFRA-GLOW is curated by Elise Bergonzi, Daria Testoedova and Hannah Zander, MA students in Curatorial Practice in the Department of Fine Art at the Iceland University of the Arts. The exhibition brings together works by Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Hye Joung Park, Iða Brá Ingadóttir and Þórdís Erla Zoega, with a focus on the impact of local surroundings on inner experiences and expression.

In the introduction to their catalogue essay, the curators write:

“INFRA-GLOW gathers artworks by Carissa Baktay, Þórdís Erla Zoëga, Iða Brá Ingadóttir, Claire Paugam, Hye Joung Park, Claudia Hausfeld and Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, that provoke the intimacy of collective relationships between our bodies, our minds and our surroundings. The idea of imperceptible closeness between us, our mundane surfaces, and their fluid porousness is a starting point. In Iceland, the gradually polarizing effects on human perspective caused by the summer and winter equinoxes twists our biological clock, highlighting the moments where our surroundings blend with states of intimacy and solitude. Leading up to and during the midnight sun, the illusion of additional time allows for new ground to be covered, a prismatic view where one could reflect, immerse, lie, or rest. In contrast, the eclipsing effect that begins to happen immediately after sunlight hours hits their peak starts to reel in the peripherals, narrowing awareness through a threshold towards the interior. Organic and manufactured merge, allowing for the sound of our inner bodies to blend with the silence of our daily landscapes.”

Since 2021 the Reykjanes Art Museum has invited 1st year MA students of Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts to curate an exhibition for the museum, in collaboration with the MA study line. There, emphasis is placed on curation as an expanded and interdisciplinary practice and field of research, where learning together is a key theme.

Auka upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: http://listasafn.reykjanesbaer.is →

 

Dagsetning og tími

11-03-2023 @ 12:00 to
16-04-2023 @ 17:00
 

Flokkur Atburðar

Deila