Visit Reykjanesbær

Byggðasafn

Sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar eru í Duushúsum. Markmið sýninganna er að gera sögu bæjarins skil og skapa brú á milli fortíðar og nútíðar. Sérstök áhersla er lögð á að draga fram sérkenni svæðisins.

Byggðasafnið varðveitir yfir 20.000 gripi og 100.000 ljósmyndir sem veita einstaka innsýn í sögu Reykjanesbæjar. Safnkosturinn er fjölbreyttur. Þar má finna báta, bíla, húsbúnað, verkfæri, leikföng, vopn, umbúðir, fatnað og myndir svo eitthvað sé nefnt. Í safninu er unnin metnaðarfull vinna með það að leiðarljósi að varðveita, rannsaka og miðla safnkostinum svo samfélagið njóti góðs af.

Verið öll velkomin!

Staðsetning

Meira til að sjá og skoða

Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða