Viðburðir og hátíðir
Í Reykjanesbæ er öflugt mannlíf og fjöldinn allur af uppákomum, viðburðum og hátíðum árið um kring.
Árlega er þar haldin listahátíð barna og það er tilvalið að kynna sér söfn bæjarins á safnahelgi á Suðurnesjum en þá er aðgangseyrir enginn og allir velkomnir. Hljómahöll heldur reglulega tónleika þar sem fram koma helstu listamenn þjóðarinnar sem og erlendir gestir. Fyrir þá hagsýnu er tilvalið að skella sér á tónleika og skoða rokksýninguna um leið.
Þakkagjörðarhátíðin er haldin hátíðleg í Reykjanesbæ enda menningararfur frá bandarísku setuliði í hálfa öld. Þú getur pantað þakkargjörðarmáltíð á veitingastöðum sem bjóða upp á slíkt.
Stærsti viðburðurinn er bæjarhátíðin Ljósanótt sem haldin er fyrstu helgina í september ár hvert en þar fögnum við ljósinu sem lýsir upp drungalegan veturinn. Þá margfaldast bærinn í stærð og við tökum vel á móti öllum gestum.