Visit Reykjanesbær

Menningarkort Reykjanesbæjar

Menningarkort Reykjanesbæjar er frábær leið til að njóta menningar í Reykjanesbæ. Kortið er rafrænt og gildir í heilt ár. Kortið veitir aðgang að söfnum Reykjanesbæjar og fríðindum í heilt ár og kostar aðeins 2.000 kr.*

Fríðindi
10%afsláttur í safnbúð Duus safnahúsa
10% afsláttur af tónlist og fatnaði í verslun Rokksafns Íslands
Ókeypis kaffibolli á Rokksafni Íslands

*Verð miðast við fullorðna (18 ára og eldri). Börn yngri en 18 ára og öryrkjar greiða engan aðgangseyri á söfn Reykjanesbæjar.

Kortið veitir aðgang að söfnum Reykjanesbæjar 

Listasafn

Þú finnur listasafnið okkar í Duus safnahúsum en það er vettvangur nýrra strauma í myndlist. Þar eru gerðar strangar listrænar kröfur sem sýna það besta í nútímalist.

Byggðasafn

Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og fræðir sögu svæðisins. Þú finnur fjölbreyttar sýningar í Duus safnahúsum.

Rokksafn Íslands

Rokksafnið er gagnvirkt og hentar fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir prófað sig áfram í heimi tónlistarinnar, leikið á hin ýmsu hljóðfæri og jafnvel tekið lagið