Visit Reykjanesbær

Sundmiðstöðin / Vatnaveröld

Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug, fjórar setlaugar og eimbað. Að auki er þar ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins.

Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna. Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina þar sem vatnið er upphitað og þægilegt.

Staðsetning

Meira til að sjá og skoða

Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða