Visit Reykjanesbær

Afbygging stóriðjunnar í Helguvík – Libia Castro & Ólafur Ólafsson

Afbygging stóriðjunnar í Helguvík – Libia Castro & Ólafur Ólafsson

Afbygging stóriðjunnar í Helguvík – Libia Castro & Ólafur Ólafsson

117 117 people viewed this event.

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Afbygging stóriðjunnar í Helguvík, þann 24. febrúar 2024, með listateyminu Libia Castro & Ólafi Ólafssyni.

Afbygging stóriðjunnar í Helguvík fjallar um áríðandi málefni er varðar Reykjanesbæ og snýst um framkvæmdasemi, sjálfbærni og þátttöku í samfélags- og umhverfismálum bæði staðbundið á Suðurnesjum og í stærra samhengi norðlægra slóða. Útgangspunktur sýningarinnar er Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík, þar verður tilurð hennar og saga skoðuð í gagnrýnu ljósi og framtíð hennar/svæðisins hugleidd.
Afbygging stóriðjunnar í Helguvík mun snúast um vídeóverk og þátttökugjörning, sem byggist á samstarfi listamannanna við fólk af ólíkum bakgrunni, með fjölbreyttar raddir og sjónarmið. Libia & Ólafur leggja áherslu á sameiningu lista og aktívisma og í verkum sínum vinna þau út frá því samfélagi sem þau eru staðsett í, út frá umhverfisþáttum, náttúru, fjölmenningarsamfélagi o.s.frv.
Sýningin verður verk í vinnslu og leitast við að svara spurningum um samspil ólíkra þátta, eins og hið einstaklingsbundna og hið sameiginlega, núverandi stöðu samfélags og ímyndaðrar framtíðar, og hvernig myndlist getur orðið að gagnlegu afli í baráttu aðgerðasinna.

Á sýningartímanum munu Libia & Ólafur reka Töfrastofuna í opnu samstarfi við aðgerðasinna, nærsamfélagið og alla sem áhuga hafa á að taka þátt í virkri vinnu-, funda-, og viðburðastofu. Verið velkomin!

Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engqvist.

Libia Castro & Ólafur Ólafsson hafa unnið saman síðan árið 1997, þau búa og starfa í Rotterdam, Hollandi. Libia & Ólafur fóru fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringinn árið 2011, en þau hafa sýnt víða á Íslandi, í Evrópu og um heim allan.

Sýningin er styrkt af Safnasjóði. Listamennirnir eru styrktir af Myndlistarsjóði og Myndstef.

Afbygging stóriðjunnar í Helguvík stendur til 28. apríl 2024.

Auka upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð:

 

Dagsetning og tími

24-02-2024 @ 12:00 to
28-04-2024 @ 17:00
 

Flokkur Atburðar

Deila