Visit Reykjanesbær

Ratleikur: Didda og dauði kötturinn

Ratleikur: Didda og dauði kötturinn

Ratleikur: Didda og dauði kötturinn

2410 2410 people viewed this event.
Afmælisratleikur á slóðum Diddu í gamla bænum í allt sumar!

Hægt er að spila ratleikinn í gegnum snjalltæki (ratleikjaapp) eða á pappír sem sækja má í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Í leiknum er farið á milli stöðva í gamla bænum í Keflavík – á slóðir Diddu og dauða kattarins. Á hverjum stað er spurt út í söguna, leystar skemmtilegar þrautir og stigum safnað um leið. Leikurinn byrjar við Norðfjörðsgötu 1 þar sem Didda bjó. Á leiðinni er hægt að telja ketti sem finna má á fjölda staura í hverfinu. Við hvetjum flesta til þess að ganga, skokka eða hjóla.

Aðferðin er einföld. Það þarf aðeins að vera með snjallsíma eða spjaldtölvu til þess að taka þátt ásamt því að sækja snjallforritið hér eða fá ratleikinn á pappírsformi í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Til þess að vinna stig þarf að svar laufléttum spurningum úr sögunni.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð skaltu senda upplýsingar þínar á Aron.Th.Gudmundsson@reykjanesbaer.is

Skrá með netfangi: Gmail / AOL / Yahoo / Outlook

 

Dagsetning og tími

10-06-2024 - 15:00
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum