Visit Reykjanesbær

Ljósanótt

Ljósanótt

Ljósanótt

246 246 people viewed this event.

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, var haldin í fyrsta sinn 2. september árið 2000 og var framlag Reykjanesbæjar til Reykjavíkur, menningarborgar árið 2000. Hátíðin var tileinkuð lýsingu á sjávarhömrum „Bergsins“ og dregur nafn sitt af þeim viðburði en ljósaverkið var unnið eftir hugmynd Steinþórs Jónssonar þáverandi bæjarfulltrúa og fyrsta formanns Ljósanæturnefndar.

Ljósanótt er haldin fyrstu helgina í september ár hvert og er áhersla lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hátíðin teygi stundum anga sína út fyrir þann ramma. Hámarki nær hún ávallt á laugardagskvöldi með stórtónleikum á útisviði, lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðin fer fram þá helgi þar sem fyrsta laugardag ber upp í september.

Menningaráhersla er aðalsmerki hátíðarinnar og hafa tónlist og myndlist jafnan verið þar í fararbroddi enda bærinn annálaður tónlistarbær.

Auka upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð:

 

Dagsetning og tími

31-08-2023 to
03-09-2023
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deila