Visit Reykjanesbær

Sumarsýning í Bókasafninu: náttúruupplifun fyrir börn og fjölskyldur

Sumarsýning í Bókasafninu: náttúruupplifun fyrir börn og fjölskyldur

Sumarsýning í Bókasafninu: náttúruupplifun fyrir börn og fjölskyldur

257 257 people viewed this event.

Bókasafnið býður ykkur velkomin á nýja sýningu í Átthagastofunni! Sýningin mun standa yfir í allt sumar og vaxa þegar líður á sumarið.

Sýningin er hluti af sumarlestri í Bókasafninu þar sem grunnskólanemendur keppast um hvaða skóli les flestar bækur. Eftir hverja bók sem nemandi les, fær hann/hún/hán skraut í einkennislit skólans síns sem hengja má upp á vegg sýningarsalsins.
Með þessu stækkar sýningin yfir sumartímann og hægt verður að fylgjast með árangri skólanna.

Í lok sumars fögnum við sumarlestrinum með uppskeruhátíð, föstudaginn 30. ágúst fyrir öll sem tóku þátt.
Grunnskólarnir sem lenda í 1. til 3. sæti sumarlesturskeppninnar, fá viðurkenningarskjal og peningaverðlaun fyrir bókakaupum.
Að því loknu verður Bingo í miðjunni og veglegir vinningar í boði.

Sýningin er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Bókasafnið er opið 09.00 – 18.00 alla virka daga. Lokað er laugardaga á sumrin.

Aðrar upplýsingar

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/vidburdir/vidburdir/natturuupplifun-fyrir-born-og-fjolskyldur →

 

Dagsetning og tími

03-06-2024 - 09:00 til
29-08-2024 - 18:00
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Deildu viðburðinum