Visit Reykjanesbær

Una Torfa á trúnó

Una Torfa á trúnó

Una Torfa á trúnó

164 164 people viewed this event.

Hljómahöll hefur endurvakið tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hafði haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.

Fimmtudagskvöldið 6. júní ætlar Una Torfa að mæta og koma fram og spila öll sín bestu lög og segja tengdar sögur á trúnó-tónleikum í Hljómahöll.

Una Torfadóttir er 23 ára söngkona, hljóðfæraleikari, lagahöfundur og alhliða listakona sem hefur einstakt lag á að tengja saman sannleika, hverdagsleika, ást og tónlist og koma því frá sér með þeim hætti að allir sem hlusta skilja og dragast inn í heim Unu og veltast þar um hlæjandi, hlustandi og grátandi.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra Unu Torfa á trúnó.

Additional Details

Til þess að skrá þig á þennan atburð vinsamlegast farðu á eftirfarandi slóð: http://hljomaholl.is/una-torfa-a-truno →

 

Date And Time

06-06-2024 @ 20:00 to
06-06-2024 @ 22:00
 

Staðsetning

 

Flokkur Atburðar

Share With Friends