Visit Reykjanesbær

Bókasafn Reykjanesbæjar

Í Bókasafn Reykjanesbæjar er góður staður til að vera á, hvort sem þú vilt tylla þér niður með bók, flétta í gegnum fjölbreytt tímarit eða lesa nýjustu blöðin.

Starfsfólk safnsins tekur einstaklega vel á móti þér en í þjónustustefnu safnsins segir einmitt: Starfsfólk Bókasafns tekur á móti viðskiptavinum með vingjarnlegu viðmóti og sýnir jákvæðni og kurteisi.

Bókasafnið er kjörinn staður fyrir gæðastund fjölskyldunnar og tengingu við bókmenntir.

Á safninu er gott barnahorn og reglulegar uppákomur fyrir börnin eins og bíósýningar, sögustundir, lestraráskoranir, föndur og leikir.

En safnið er líka fyrir fullorðna, unglinga, hinsegin og kynsegin, einstaklinga hokinna af reynslu og lífi, einstaklinga í leit að atvinnu, einstaklinga með atvinnu, námsmenn, útlendinga, innflytjendur og Gunnu frænku sem er hætt að vinna en prjónar alltaf með klúbbnum sínum á safninu.

Ráðhúskaffi býður svo upp á allskonar veitingar, heitan mat, eitthvað gómsætt og auðvitað kaffi.

Staðsetning

Meira til að sjá og skoða

Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða