Visit Reykjanesbær

Víkingaheimar

Þegar menn lögðust í víking á öldum áður var farkosturinn ekki slakur enda kom í ljós við endurgerð víkingaskipsins Íslendings að slík fley höfðu til að bera einstaka haffærni og siglingar á víkingaöld því ekki eins hættulegar eða ómannúðlegar en við höfum talið.

Það var hagleikssmiðurinn Gunnar Marel Eggertsson sem komst að þessari niðurstöðu en hann sigldi skipinu til Ameríku í tilefni af þúsund ára afmæli landafunda árið 2000.

Íslendingur er endurgerð af Gauksstaðaskipinu, langskipi sem fannst í Noregi í lok 19. aldar en talið er að það hafi verið smíðað árið 870 eða um það leyti sem norskir víkingar byrjuðu að sigla til Íslands.

Á sýningunni er að finna fróðleik um langskip víkinga og sögu þeirra.

Staðsetning

Meira til að sjá og skoða

Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu þess sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða